top of page
Stofnun félagsins
Þann 22. ágúst 1910 var Leikfélag Vestmannaeyja formlega stofnað af nokkrum leikurum sem höfðu tekið þátt í leiksýningum árin áður en samkvæmt heimildum á www.heimaslod.is, þá er talið að fyrsta leiksýningin í Vestmannaeyjum hafi verið árið 1852. En þeir sem munu hafa staðið að því að stonfa Leikfélagið voru fyrst og fremst Halldór Gunnlaugsson læknir, A.L. Petersen og kona hans, Árni Gíslason, Valdimar Ottesen og fleiri. Voru undirtektirnar góðar og var leikfélagið formlega stofnað á stofnfundi þann 22. ágúst 1910.
Fyrsta stjórn félagsins var skipuð eftirfarandi einstaklingum:
Ágústa Eymundsdóttir forstöðukona Kvenfélagsins Líknar - formaður
Aage L. Petersen símstöðvarstjóri - gjaldkeri
Árni Gíslason í Stakkagerði - ritari
Ólafur Ottesen verslunarmaður - endurskoðandi
Valdimar Ottesen kaupmaður - varaformaður
Guðjón Jósefsson Fagurlyst - meðstjórnandi
Í lögum félagsins, sem stofnfundurinn samþykkti, var samþykkt að nafn félagsins væri Leikfélag Vestmannaeyja og að tilgangur félagsins væri fyrst og fremst að efla leikmennt í Vestmannaeyjum. Þar segir jafnframt að inngöngu í félagið gætu eingöngu þeir karlar og konur fengið sem voru tilbúin til þess að skuldbinda sig til þess að leika þau hlutverk sem þar til skipuð nefnd úthlutaði þeim. Ennfremur var ákveðið að aðalfundir yrðu haldnir tvisvar á ári, ársgjald yrði 1 króna, ekki væri heimilt að leika utan félagsins nema með fundarsamþykki og ekki væri heimilt að segja sig úr félaginu á meðan viðkomandi hafði hlutverk á hendi í leiksýningu.
Leikfélag Vestmannaeyja er stoltur meðlimur Bandalags Íslenskra Leikfélaga.
Viðurkenning
Bæjarlistamaður 2012
Bæjarlistamaður 2012
Leikfélag Vestmannaeyja hlaut útnefninguna Bæjarlistamaður Vestmannaeyja.
Fræðslu- og menningarráð Vestmannaeyja
útnefnir þessa viðurkenningu á hverju ári.
Viðurkenning
Styrktaraðilar
bottom of page