top of page



Lög

01 gr.

nafn félagsins

Félagið heitir Leikfélag Vestmannaeyja. Heimili þess og varnarþing er í Vestmannaeyjum.

02 gr.

tilgangur

Tilgangur félagsins er að efla og vekja áhuga á leiklist og því starfi sem fylgir uppsetningu á leikverkum í Vestmannaeyjum þ.e. leikur á sviði, sviðsvinna, tæknivinna, smíðar, hár og förðun m.m.

03 gr.

félagsmenn

Rétt til inngöngu í félagið hafa þeir sem hafa unnið fyrir félagið og hafa áhuga á starfi þess.

 

Fullgildir félagar teljast þeir sem færðir hafa verið á félagaskrá og hafa verið virkir í félaginu. Virkir félagar teljast þeir sem hafa starfað við að lágmarki 3 uppsetningar hjá félaginu.

 

Eingöngu virkir félagar hafa framboðsrétt og kosningarrétt á aðalfundi.

 

Félagar sem ekki hafa starfað við uppsetningu hjá félaginu á síðastliðnum 3 leikárum teljast óvirkir félagar og fellur því framboðs og kosningarréttur á aðalfundi úr gildi.

 

Taki félagsmaður að sér hlutverk eða annað starf fyrir félagið ber honum að rækja það af fyllstu trúmennsku og skyldurækni.

 

Heiðursfélagar eru skipaðir af stjórn hverju sinni. Skulu þeir undanþegnir félagsgjöldum og fá þeir tvo boðsmiða á hvert verk sem þeir mega ráðstafa að vild. Heiðursmeðlimir hafa ávalt kosningarrétt á aðalfundi nema að þeir hafi verið sviftir heiðursnafnbót eða vikið úr félaginu. Boðsmiðar heiðursfélaga erfast ekki.

 

Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg.

04 gr.

stjórn

Stjórn skipa 7 manns.  

Formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og þrír meðstjórnendur.  Kosið skal á aðalfundi til eins árs í senn.  Formaður er kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum. Ef ekki fást 7 manns í framboð til stjórnar skal samt sem áður alltaf vera oddatala til þess að fullskipa stjórn.

Stjórn fer með framkvæmdastjórn félagsins milli aðalfunda.  Getur hún hvatt sér til aðstoðar aðra félaga eftir ástæðu hverju sinni.

Forfallist stjórnarmaður eða hættir á kjörtímabili sínu tekur sá frambjóðandi sem flest atkvæði hafði á síðasta aðalfundi hans sæti. Ef enginn annar frambjóðandi var til staðar eða sá einstaklingur þiggur ekki sætið í stjórn, hefur sitjandi stjórn heimild til þess að bjóða öðrum félaga þetta sæti. Ef hins vegar stjórnin tilnefnir ekki annan félaga þarf að boða til félagsfundar þar sem er sérstaklega kosið í þetta auða sæti.

05 gr.

fjármál

Stjórn félagsins ber sameiginlega ábyrgð á fjárhagslegum ákvörðunum og skal ávalt liggja fyrir meirihluta samþykki fyrir stórum úttektum. 

Stjórn felur gjaldkera ábyrgð og yfirumsjón með daglegum rekstrarútgjöldum og minniháttar útgjöldum og skal samþykki hans ávalt liggja fyrir slíkum útgjöldum. 

 

Félagið er áhugamannaleikfélag og er óheimilt að greiða laun fyrir þátttöku í starfi þess. Að jafnaði skal þó samið um laun stjórnenda einstakra verkefna t.d. leikstjóra og umsjónarmanna námskeiða. 

 

Stjórn er heimilt að víkja frá þessari reglu sé rík þörf á annari aðkeyptri þjónustu. Undantekningarlaust skal samið um slíkan kostnað áður en verk hefst og skulu þeir einstaklingar sem þiggja laun fyrir vinnu sína fyrir félagið teljast verktakar félagsins.

06 gr.

aðalfundur

Aðalfundur fer með æðsta vald í félaginu og skal hann haldinn eigi síðar en 20. maí ár hvert. Seinka má þessari dagsetningu ef þörf er á en skal haldast í lágmarki. Reikningsár félagsins skal miðast við 1.febrúar til 31.janúar. Boða skal til fundarins með minnst tveggja vikna fyrirvara á vefmiðlum félagsins og í opinberum miðli ef mögulegt. 

 

Framboð til stjórnar og tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn eigi síðar en einni viku fyrir auglýstan fund. 

 

Allir stjórnarmeðlimir skulu hafa náð 20 ára aldri.  Aðalfundur getur þó veitt undanþágu frá reglunni m.t.t. reynslu og aðstæðna sem gætu komið upp. (T.d. ef vantar oddatölu í fullskipaða stjórn) 

 

Félagsmenn sem hyggjast kjósa á aðalfundi skulu hafa náð 16 ára aldri.

Eingöngu fullgildir félagar hafa atvæðisrétt á aðalfundi. 

 

Aðalfundur telst löglegur sé löglega til hans boðað og hann haldinn á löglegum tíma. 

 

Dagskrá aðalfundar: 

 

  1. Kosning fundarstjóra

  2. Kosning fundarritara

  3. Ritari les fundargerð síðasta aðalfundar

  4. Skýrsla formanns

  5. Gjaldkeri leggur fram ársreikning til samþykktar

  6. Skýrslur annarra nefnda

  7. Fundarstjóri skipar kjörstjórn. Gæta skal að meðlimir séu ekki tengdir frambjóðendum eða sjálfir í framboði ef mögulegt

  8. Kosning formanns

  9. Kosning stjórnar

  10. Kosning skoðunarmanns reikninga til eins árs

  11. Kosning nefnda

  12. Lagabreytingar

  13. Önnur mál

07 gr.

félagsfundur

Boða skal til almenns félagsfundar ef 3 stjórnarmeðlimir óska þess eða minnst 10 fullgildir félagsmenn.

08 gr.

höfunda & sýningaréttur

Stjórn ber ábyrgð á að alltaf skuli vera sótt um höfunda og sýningarétt fyrir hverja sýningu sem þess krefur.

09 gr.

Búningar & Tæknibúnaður

Óheimilt er að leigja eða lána búninga og/eða tækjabúnað út fyrir húsaskil LV. Undantekning á þessari reglu er ef um er að ræða viðburð eða þátttaka á vegum LV eins og t.d. tónleikahald, skemmtanir o.þ.h.

 

Undantekning er veitt til Vestmannaeyjabæjar og ÍBV en einungis ef félagsmaður fylgir búnaðinum og hefur umsjón með honum á meðan á leigu stendur.

 

Leiga fyrir viðburði innan húsaskil LV er heimil.

10 gr.

brotvikning úr félaginu

Allir sem aðild eiga að félaginu eru skyldugir til að hlýða lögum þess. 

 

Stjórn getur vikið manni úr félaginu hafi hann misnotað nafn þess eða orðið sekur um brot sem varpað gæti rýrð á heiður þess eða félagsmanna. 

 

Félagsmaður á rétt á því að bera ákvörðun stjórnar um brottvikningu undir úrskurð aðal- eða félagsfundar.

11 gr.

starf lagt niður

Hætti félagið starfsemi sinni skulu eignir þess afhentar Vestmannaeyjabæ til varðveislu uns unnt er að hefja starfsemi á ný í Vestmannaeyjum.

12 gr.

lagabreytingar

Óheimilt er að breyta þessum lögum nema á aðalfundi og þarf þrjá fjórðu hluta atkvæða fullgildra félagsmanna til að lagabreytingin nái fram að ganga.

13 gr.

Tímabil

Tímabil félagsins er frá 1. febrúar hvers árs og aðalfundur skal vera haldinn 15-20. maí ár hvert. Tímabilið er hugsað til þess að veita nýrri stjórn nægan tíma til að ákveða hvaða leikverk verði sett upp á leikárinu. Einnig kemur tímabilið til með að auðvelda uppgjör ársreikninga.

14 gr.

Rekstur eyjabíós

Daglegur rekstur Eyjabíós skal vera í höndum annars aðila innan stjórnar en gjaldkera LV. Daglegur rekstur snýr m.a. að því að koma upp með vaktarplön starfsmanna, sýningaráætlanir og innkaup fyrir sjoppu.

15 gr.

gildistími

Lög þessi öðlast þegar gildi ásamt breytingum. Öll eldri lög falla úr gildi.

Síðast uppfært á aðalfundi 28.september 2020.

bottom of page